Samfélagsskýrsla
2024

Skýrslan fylgir nú níunda árið í röð, alþjóðlegum GRI staðli um samfélagsábyrgð

Ávarp forstjóra

Með öflugu teymi og sterkri frammistöðu erum við betur í stakk búin til að mæta sveiflum á mörkuðum sem geta haft áhrif á áliðnaðinn. Þó svo alþjóðlegar og efnahagslegar áskoranir kunni að koma upp, erum við í stöðu til að mæta þeim með lágmarks áhrifum – til að verja samfélagið, umhverfið og hagsmuni viðskiptavina okkar.

Nánar
Stefnuyfirlýsing framkvæmdastjórnar Alcoa Fjarðaáls
Meginmarkmið samfélagsstefnu fyrirtækisins er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni. Við fylgjum alþjóðlegum viðmiðum og vinnum stöðugt að því að bæta starfsemi okkar, tryggja ábyrga stjórnarhætti og styðja við samfélagið með sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi.
Nánar
Samfélagsmarkmið Alcoa Fjarðaáls árið 2025
Á árinu 2025 mun Alcoa Fjarðaál halda áfram að vinna markvisst að samfélagsmarkmiðum sínum sem byggja á skýrri stefnu og fjórum meginstoðum: hagrænum þáttum, samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og mannauðsmálum. Með þessu móti leitast fyrirtækið við að skapa jákvæð og mælanleg áhrif á sitt nánasta umhverfi og samfélag til lengri tíma litið.

Stjórnendur og starfsfólk vinna saman að því að efla heilbrigða vinnustaðamenningu þar sem öryggi og velferð eru í fyrirrúmi. Öryggi er grunnstoð í allri starfsemi fyrirtækisins og áfram verður lögð áhersla á að styrkja öryggismenningu með virku forvarnarstarfi og þátttöku allra.

Jafnframt eru jafnrétti, fjölbreytni og inngilding grundvallargildi í mannauðsstefnu Alcoa Fjarðaáls. Fyrirtækið vill skapa fjölskylduvænt, hvetjandi og réttlátt starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan, starfsánægju og sterkri tengingu starfsfólks við markmið fyrirtækisins.

Samfélagsleg ábyrgð Alcoa Fjarðaáls endurspeglast í virku samtali við hagsmunaaðila, stuðningi við uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi og markvissum aðgerðum sem styðja við stefnu fyrirtækisins og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Alcoa Fjarðaál og starfsfólk Alcoa vinna á hverjum degi eftir gildum fyrirtækisins sem eru:
Heilindi
Árangur
Umhyggja
Hugrekki